spot_img
HomeFréttirGott að koma beint úr seríu

Gott að koma beint úr seríu

Haukar og Snæfell hefja leik í dag í fyrsta leik um íslandsmeistaratignina.  Haukar deildarmeistarar og Snæfell núverandi Íslands og bikarmeistarar þannig að búast má við hörku rimmu.

"Snæfell er auðvitað mjög sterkt lið, fullar af sjálfstrausti enda eru þær ríkjandi Íslandsmeistarar 2 ár í röð. Þær eru með sterkan kana og flott leikmenn i kringum hana. Heimavöllurinn er auðvitað mjög mikilvægur, manni líður oftast best heima og stúkan er oftast meira með þér á heimavelli. Það hefur líka sýnt sig að það er erfitt að sækja sigur í Hólminn." sagði Helena Sverrisdóttir í samtali við Karfan.is

 

Umræðan hefur verið hávær í úrslitakeppninni í ár um hvort betra sé hvíldin eftir stutta seríu eða hvort betra sé jafnvel að koma beint úr langri seríu, líkt og Haukar kláruðu gegn Grindavík á dögunum. 

 

"Ég held að það sé bara gott að koma beint úr seríu. Ef maður hvílir of lengi er hætta á að þú ryðgir aðeins og líka erfitt að vera að æfa og bíða eftir næstu seríu. Auðvitað tekur það meira á líkamann að spila 5 leiki en þegar þetta er komið svona langt í úrslitakeppni þá nær maður alltaf að vera andlega sterkari heldur en einhverjir marblettir og þreyta."  

 

Hvar þessi sería mun svo klárast á eftir að koma í ljós. Haukar og Snæfell augljóslega bestu lið landsins hafa sína kosti og galla. "Okkar styrkleikar er varnarleikurinn okkar, við þurfum að spila frábæra vörn til þess að sigra. Við vitum hvað þær gera og þeirra spil snýst mjög mikið um Haiden og hraðaupphlaup. Það eru engar breytingar heldur byggjum við bara upp á því sem hefur virkað fyrir okkur í vetur. Hópurinn hefur þjappast mjög mikið saman a undanförnum mánuði og það mun koma sér vel í svona hörku seríu eins og þessi verður." sagði Helena að lokum. 

Fréttir
- Auglýsing -