Pálína Gunnlaugsdóttir er lykilmaður fyrsta leiks úrslita Hauka og Snæfells í Domino´s deild kvenna. Bæði fyrir þær sakir að hafa spilað fantavörn allan leikinn sem og fyrir að hafa stigið all duglega upp sóknarlega í seinni hálfleik leiksins. Pálína skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.