spot_img
HomeFréttirHálfleikur: Skallagrímur 44-43 Fjölnir

Hálfleikur: Skallagrímur 44-43 Fjölnir

Nú er hálfleikur í annarri úrslitaviðureign Skallagríms og Fjölnis og leiða Borgnesingar 44-43 í Fjósinu. Fyrri hálfleikur hefur verið hnífjafn rússíbani þar sem Cadet hefur sett svip sinn á leikinn með 19 stig og 6 fráköst og glatt margan áhorfandann með háloftatilþriftum. Pryor Fjölnismegin er búinn að klukka inn tvennuna með 14 stig og 12 fráköst.

Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Skallagrím sem geta með sigri í kvöld tekið lykilstöðu í einvíginu eða Fjölnismenn ná að jafna og fara með stöðuna 1-1 í Dalhús. Sé tekið mið af þessum fyrri hálfleik er konfekt í vændum í þeim síðari.

 

Tölfræðin í hálfleik

 

Mynd/ [email protected] – Árni Elmar Hrafnsson leikmaður Fjölnis hefur spilað vel í fyrri hálfleik í liði gestanna. 

Fréttir
- Auglýsing -