Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var að vonum kátur með sigurinn í Hólminum í kvöld þegar Snæfell jafnaði 1-1 gegn Haukum í úrslitum Domino´s-deildar kvenna. Ingi sagði að hópurinn væri eingöngu að einbeita sér að leik Snæfells og hann býst við að Haukar mæti tvíelfdir til leiks á fimmtudag og með Helenu á gólfinu:
„Ég er mjög sáttur við sigurinn, framlag frá fleiri leikmönnum var og er það sem við viljum gera. Haiden var líkari sjálfri sér í dag og stjórnaði liðinu vel. Við lékum betur í kvöld en á laugardag en við erum einnig meðvituð að við þurfum að leika betur á fimmtudag til að sigra. Haukakonur gerðu vel í seinni hálfleik og það þurfum við að skoða. Haukakonur koma tvíefldar til leiks á fimmtudag og örugglega með Helenu á gólfinu, en við ætlum eingöngu að einbeita okkur að leik Snæfells og engu öðru. Ég skora á alla Hólmara að renna í Hafnarfjörðinn og styðja stelpurnar til sigurs, stuðningurinn í kvöld var æðislegur og liðinu mjög mikilvægur.“
Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson