Kálfinn á Pavel, bræðurnir Finnur og Helgi, nefið á Hjálmari, 18 árin hans Kára og kyndingarnar hans Brynjars. Allt þetta og miklu meira verður á boðstólunum þegar úrslitaviðureign KR og Hauka hefst í DHL-höllinni í kvöld kl. 19:15.
Í fyrsta sinn í íslenskum körfuknattleik mætast karlalið KR og Hauka í úrslitum og það ber nokkuð í milli þegar við tölum um reynslu. KR eitt sigursælasta félag landsins en Haukar þannig lagað nokkuð nýlega komnir upp úr 1. deild og inn í úrslit en félagið er með einn Íslandsmeistaratitil undir beltinu sem kom tímabilið 1987-88.
Ólafur Þór Jónsson fer ítarlega yfir einvígi liðanna í upphitunarpisli sem við birtum kl. 10:00. „Stay tuned“ eins og þeir segja í henni Ameríku.
Er það svo nokkur furða að snjói enda bæði úrslitaeinvígin í Domino´s-deildunum komin á fullt og veðurguðirnir hafa dæmt það of heitt og ákveðið að freista þess að kæla landann niður fyrir átök kvöldsins.