spot_img
HomeFréttirFinnur: Staðan á Pavel fer batnandi

Finnur: Staðan á Pavel fer batnandi

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR er að gera sína menn tilbúna í úrslitin gegn Haukum. Karfan.is heyrði í honum fyrir leikinn í kvöld.

 

Finnur sagði sína menn klára og allt færi að þokast í rétt átt með Pavel. "Staðan á Pavel fer batnandi en það kemur ekki almennilega i ljós fyrr en þetta fer allt af stað."

 

Hjá Haukum er ógn fyrir utan í Finni Magnússyni. Mun það hafa áhrif á leikskipulag KR?

 

"Öll lið hafa einhverja eiginleika sem valda öðrum liðum vandræðum. Þeir eru velmannaðir af skotmönnum í stóru kalla stöðunum sem auðvitað þarf að bregðast við. Hvernig matchupið verður kemur svo bara i ljós."

 

Stigaskor KR í seinni hálfleik gegn Njarðvík var langt undir meðaltali, að undanskyldum oddaleiknum. Hefur þjálfarinn einhverja hugmynd um hvað hafi valdið og þá hvort búið sé að bregðast við því?

 

"Ég held það þurfi ekkert að lesa of djúpt í það. Held það hafi verið meira tilfallandi vegna eðli leikjanna. Ryðgaður sóknarleikur og léleg hittni í leik 1 og fjarvera lykilmanna í leik 2 og 4. En svo spilaði Njarðvík einfaldlega hörku vörn oft á tíðum."

 

Haukar eru ekki síðra varnarlið. Veldur það engu óöryggi í ljósi þess?

 

"Nei nei, engu óöryggi bara áskorun eins og alltaf þegar komið er í úrslitaeinvígið. Við munum halda afram að spila okkar körfubolta einsog við höfum gert undanfarin þrjú timabil. Auðvitað er alltaf einhver aðlögun en við trúum og treystum a okkar aðferðir."

 

Fyrsti leikur KR og Hauka hefst kl. 19:15 í kvöld í DHL höllinni.

 

Mynd: Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -