Karfan.is náði tali af Helga Má Magnússyni, leikmanni KR fyrir fyrsta leik KR og Hauka í úrslitum Domino's deildar karla. Helgi sagði Vesturbæjardrengina vera klára í slaginn.
"Við erum vel undirbúnir fyrir erfiða seríu gegn Haukum. Þeir hafa verið að spila mjög vel undanfarna mánuði og komust á sannfærandi hátt í úrslitin."
Helgi segir alla leiki í svona úrslitaseríu mikilvæga, "en heimaleikirnir eru sérstaklega mikilvægir enda erum við búnir að vera að spila í allan vetur upp á heimaleikjaréttinn og við ætlum okkur að byrja á því að verja hann."
Helgi mun mæta bróður sínum, Finni sem leikur með Haukum og segi hann það vera ofarlega í huga margra fyrir þessa leiki. "Þetta verður svo sem ekkert nýtt. Ég spilaði gegn Finn í 8-liða úrslitum 2013 þegar hann var með Snæfelli og þegar inn á völlinn er komið er hann einfaldlega leikmaður Hauka og andstæðingur."
Svo mörg voru þau orð en hvernig svarar Helgi ummælum Finns í fréttum Stöðvar 2 um daginn þar sem hann sagðist myndi sýna bróður sínum að hann væri orðinn gamall?
Svarið var stutt og laggott: "Forever young."
Mynd: Bára Dröfn