spot_img
HomeFréttirSkotnýting Brynjars og Kára í stórum skotum í úrslitakeppninni

Skotnýting Brynjars og Kára í stórum skotum í úrslitakeppninni

Í viðtali við Karfan.is í gær hafði Brynjar Þór Björnsson orð á því að Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka leggði allt sitt traust á "18 ára pjakk" til að taka stóru, mikilvægu skotin þegar allt liggur undir. Þessi pjakkur er Kári Jónsson, sem hefur verið að taka stór skot frá því hann man eftir sér.

 

Tölfræðideild Karfan.is ákvað að taka saman skotnýtingu þessara tveggja leikmanna á síðustu 5 mínútum jafnra leikja þeirra í úrslitakeppninni í vor og þá einnig í framlengingum. En á því augnabliki skiptir hvert skot máli og geta jafnvel ráðið úrslitum leikja.

 

Leikir KR og Grindavíkur voru aldrei spennandi í lok leiks svo það er aðeins hægt að taka til leiki KR og Njarðvíkur en þeir voru lengst af mjög jafnir. Svona var skotnýting Brynjars á síðustu 5 mínútum leiks eða í framlengingu.

 

KR-Njarðvík leikur 1:
Setti þrist í fyrri framlengingunni á 44:07 sem kom KR í 61-60.
Brenndi af þrist á 46:12 sem hefði komið KR yfir 67-65.
Brenndi af þrist á 47:22
Brenndi af víti á 49:50 en setti hitt niður.

Samtals 1/4 í skotum og 1/2 í vítum.

Njarðvík-KR leikur 2:
Brenndi af þrist á 38:35 sem hefði komið KR 8 stigum yfir, 80-88 en Njarðvík endaði svo með að vinna leikinn 88-86.

Samtals 0/1 í skotum.

Njarðvík-KR leikur 4:
Brenndi af fjórum skotum á síðustu fimm mínútum leiksins. Þar af þristur sem hefði getað minnkað muninn í 1 stig, 72-71 þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum.

Samtals 0/4 í skotum.

Samtals í þessum leikjum:
1/9 í skotum eða 11,1%
1/2 í vítum eða 50,0%

Haukar spiluðu fimm afar spennandi leiki í fjórðungs- og undanúrslitum. Skotnýting Kára var eftirfarandi á síðustu fimm mínútum leiks eða í framlengingum.

 

Þór Þorlákshöfn-Haukar leikur 4:
Setti þrist á 36:22 sem minnkaði muninn í 80-78.
Setti þrist á 36:58 sem kom Haukum yfir 80-81.
Brenndi af þrist á 37:59 sem hefði komið Haukum aftur yfir.
Tveggja stiga karfa á 39:28 sem minnkar muninn í 1 stig, 86-85.
Þristur á 39:42 þar sem Haukar komast yfir 87-88.
Brenndi af þrist á 39:57 sem hefði komið Haukum yfir 87-91.
Brenndi af tveggja stiga skoti á 40:53 sem hefði jafnað metinn í 91-91.
Tveggja stiga karfa á 43:50 sem kom Haukum 2 yfir, 95-97.
Leikur endaði 96-100.

Samtals 5/8 í skotum.

Haukar-Þór Þorlákshöfn leikur 5:
Setti þrist á 35:31 og staðan 63-50. Unninn leikur.

Samtals 1/1 í skotum.

Tindastóll-Haukar leikur 2:
Þristur á 36:53 sem jafnaði leikinn í 64-64.
Brenndi af þrist á 37:37 sem hefði komið Haukum þremur stigum yfir 64-67.

Samtals 1/2 í skotum.

Haukar-Tindastóll leikur 3:
Setti þrist á 38:02 sem kom Haukum 78-73 yfir.
Tveggja stiga karfa sem jók muninn í 80-73 á 38:29.
Setti þrjú af fjórum vítum á síðustu mínútunum.

Samtals 2/2 í skotum og 3/4 í vítum.

Tindastóll-Haukar leikur 4:
Brenndi af þrist á 38:19 sem hefði komið Haukum einu stigi yfir 68-69.
Setti niður tvö víti sem innsigluðu sigurinn þegar 12 sekúndur voru eftir, 68-70.

Samtals í þessum leikjum:
9/14 í skotum eða 64,3%
5/6 í vítum eða 83,3%

Að því sögðu er ljóst að Kári Jónsson hefur unnið sér inn þetta traust sem Ívar leggur á hann, eins og Brynjar tók reyndar fram í fyrrgreindu viðtali. Þeir sem hins vegar hafa fylgst með körfubolta undanfarin áratug vita að Brynjar hefur sett fjöldann allan af stórum skotum í gegnum tíðina og þó hann hafi brennt af 10 skotum í röð er alltaf miklar líkur á því að stóru, mikilvægu skotin rati rétta leið þegar hann er annars vegar.

 

Eitt er þó víst að þessi sería verður eintómt augnakonfekt og veisla.

Fréttir
- Auglýsing -