Kári Jónsson, einn af máttarstólpunum í sóknarleik Hauka, snéri ökklann illa í fyrsta leik KR og Hauka í úrslitum Domino's deildar karla. Í fyrstu var útlit fyrir einhver liðbandaslit eða jafnvel fótbrot en niðurstaða myndartöku leiddi í ljós að svo var ekki.
Þetta staðfesti Kári sjálfur og Emil Sigurðarson, aðstoðarþjálfari Hauka í samtali við Karfan.is. Samkvæmt þeim báðum verður staðan metin dag frá degi en hann á enn erfitt með að stíga almennilega í fótinn. "Hann verður vonandi orðinn nógu góður fyrir föstudaginn," bætti Emil við að lokum.
Haukar taka á móti KR í öðrum leik liðanna kl. 18:30 á föstudaginn kemur.
Kári meiðist. #korfubolti https://t.co/4jSw33ipuj
— [email protected] (@HordurTulinius) April 19, 2016