Það er skammt stórra högga á milli hjá Tindastólsmönnum í körfunni. Eins og áður hefur verið sagt frá þá hafa Stólarnir samið við Jou Costa um áframhaldandi þjálfun liðsins næsta vetur og Chris Caird hefur skrifað undir tveggja ára samning. Nú hefur Björgvin Hafþór Ríkharðsson, leikmaður ÍR undanfarin tímabil, skrifað undir árssamning við körfuknattleiksdeild Tindastóls og spilar því með liðinu næsta vetur. Feykir.is greinir frá.
Í frétt Feykis segir einnig:
Björgvin var einn besti maður ÍR í vetur og gerði margar glæsikörfur. Hann var með um 10 stig að meðaltali í leik, tók 6 fráköst og átti 4,3 stoðsendingar. Björgvin, sem er uppalinn í Fjölni, spilaði alla 22 leiki ÍR í vetur.