Arnór Sveinsson hefur framlengt samning sínum við Keflavík og mun leika með liðinu í Subway deild karla til ársins 2025.
Arnór er 23 ára gamall bakvörður sem lék á sínum tíma upp alla yngri flokka Keflavíkur og hóf að leika með meistaraflokki félagsins 15 ára gamall árið 2015. Þá hefur hann einnig verið á mála hjá Njarðvík, Hamar og Þrótti Vogum á síðustu árum.
Aðspurður sagðist Arnór mjög spenntur fyrir komandi leiktíð. “Það eru spennandi hlutir að gerast, nýr þjálfari í brúnni sem mér líst afar vel á og engin ástæða til annars en að hlakka til. Ég ætla mér að koma sterkur inn á næsta tímabil, það er klárt”