Njarðvíkingar hafa ráðið til starfa Daníel Guðna Guðmundsson sem þjálfara karla liðs síns en undirritaður var í dag tveggja ára samningur milli aðilana. Daníel var að þreyta frumraun sína á síðasta tímabili í meistaraflokki sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur og leiddi liðið til úrslita í bikarnum og í úrslitakeppni þar sem liðið datt út gegn Haukum í oddaleik.
Daníel er menntaður íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með mastersgráðu í Íþróttasálfræði frá Háskólanum Lund í Svíþjóð.
Daniel tekur við liðinu af Friðrik Inga Rúnarssyni sem hætti með liðið í fyrradag. Daníel tekur því við öflugu búi og mun áfram stuðla að þeirri uppbyggingu sem félagið hefur staðið fyrir síðustu ár.
Gunnar Örlygsson formaður Njarðvíkinga sagði í tilkynningu að Daníel er hæfur þjálfari, nær vel til leikmanna og að auki vel menntaður íþròttasálfræðingur. Hann er greinilega metnaðarfullur fyrir komandi verkefni og ekki skemmir fyrir að hann er uppalinn Njarðvíkingur sem snýr nú aftur á heimaslóðir. Hann fær nú verðugt verkefni i fangið en um leið algeran stuðning stjórnar KKD UMFN sem var einhuga um ràðningu Daníels.