Helena Sverrisdóttir var ekki tilbúin að hleypa Snæfelli 2-1 yfir gegn Haukum í úrslitaviðureign liðanna í Domino's deild kvenna. Helena skellti liðinu á bakið á sér og tryggði liðinu framlengingu þegar um 10 sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar voru svo sterkara liðið í framlengingunni. Helena skoraði 45 stig og tók 11 fráköst auk þess að gefa 6 stoðsendingar. 42 framlagspunktar voru svo raunin að leik loknum. Allt þetta nýstigin upp úr eða varla stigin upp úr meiðslum sem hún hlaut í fyrsta leik liðanna. Helena kvartaði hins vegar ekki í viðtali við Karfan.is eftir leikinn og sagðist bara vera klár í að spila meira strax.
Helena Sverrisdóttir er því lykilmaður þriðja leiks Hauka og Snæfells í úrslitum Domino's deildar kvenna.