Annar úrslitaleikur Hauka og KR í Domino´s-deild karla fer fram í DB Schenkerhöllinni í Hafnarfirði í kvöld kl. 18:30. Staðan í einvíginu er 1-0 KR í vil eftir 91-61 burst í fyrsta leiknum.
Kári Jónsson leikmaður Hauka meiddist í fyrsta leik og verður allt gert til þess að tefla kappanum fram í kvöld.
Haukar þurfa engu að síður að bæta við sig nokkrum snúningum frá fyrsta leik ætli þeir sér að jafna seríuna í kvöld. Góð byrjun Hafnfirðinga í DHL-höllinni hrökkti KR í sinn alkunna gír og röndóttir tóku öll völd.
Liðin hafa mæst í þrígang á Íslandsmótinu, í báðum deildarleikjunum vann KR stórsigur á Haukum. Fyrst 72-95 og svo 96-66. Fyrsti leikur í úrslitum var svo 91-61 sigur KR og því tvo leiki í röð sem KR tekur Hauka með 30 stiga mun!
Mynd/ Bára Dröfn