Ægir Þór Steinarsson og félagar í Penas Huesca fara vel af stað í úrslitakeppni LEB Gold deildarinnar á Spáni en í gærkvöldi hafði Huesca góðan 55-74 útisigur gegn Oviedo í 8-liða úrslitum. Oviedo hafði heimaleikjaréttinn í seríunni en máttu sjá á eftir honum í gær með tapinu.
Ægir Þór var í byrjunarliði Huesca og gerði 17 stig í leiknum á 26 mínútum. Ægir var 3-3 í þristum, með 3 fráköst og 3 stoðsendingar, afbragðsleikur hjá kappanum sem var stigahæstur í liði Huesca.
Huesca er ekki á leið á heimavöll í næsta leik en liðin mætast aftur á mánudag þar sem leikur tvö fer einnig fram á heimavelli Oviedo.
Mynd/ cbhuesca.com – Ægir og félagar í Huesca.