Skallagrímsmenn fóru hamförum í dag þegar þeir gjörsigruðu gesti sínar úr Grafarvoginum og tryggðu sér þar með oddaleik og um leið úrslitaleik um laust sæti í Dominosdeildinni að ári. Það var helst til annar fjórðungur sem fór illa með Fjölnismenn þar sem Skallagrímur komu sér í þægilegt forskot áður en hálfleiksflautan gall. Leik lauk með 93:71 sigri Skallagríms.
Rony Cadet skoraði 23 stig fyrir Skallagrím en Colin Pryor var með 25 stig fyrir Fjölnismenn. Meira síðar.
1. deild karla, Úrslitakeppni
Skallagrímur-Fjölnir 93-71 (21-26, 34-18, 19-14, 19-13)
Skallagrímur: Jean Rony Cadet 23/17 fráköst/6 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/5 stoðsendingar, Kristófer Gíslason 12/10 fráköst/3 varin skot, Davíð Guðmundsson 11, Hamid Dicko 10, Davíð Ásgeirsson 6/5 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 6/4 fráköst, Hjalti Ásberg Þorleifsson 3, Kristján Örn Ómarsson 2/5 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 0, Þorsteinn Þórarinsson 0, Guðbjartur Máni Gíslason 0.
Fjölnir: Collin Anthony Pryor 25/19 fráköst, Egill Egilsson 15/6 fráköst, Róbert Sigurðsson 10/4 fráköst, Valur Sigurðsson 4, Sindri Már Kárason 4/4 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 3/4 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3/5 stoðsendingar, Árni Elmar Hrafnsson 3, Þorgeir Freyr Gíslason 2, Garðar Sveinbjörnsson 2, Smári Hrafnsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0.
Viðureign: 2-2