Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfell er brattur fyrir leik kvöldsins þegar Snæfell tekur á móti Haukum í fjórða leik liðanna. Veggurinn og bakið og allt það er undir hjá Snæfell en Ingi þór segist hvergi banginn.
"Við nálgumst þennan leik ekkert öðruvísi en hina leikina. Við erum á heimavelli og þar líður okkur best fyrir framan okkar frábæru áhorfendur. Við ætlum okkur að spila betur í leiknum í kvöld en á fimmtudaginn og hef ég óbilandi trú á liðinu. Við ætlum okkur að klára okkar verkefni á heimavelli. Leikmenn beggja liða eru lemstraðir en sem betur fer ennþá með alla útlimi hangandi á líkamanum. Við seljum okkur dýrt í kvöld." sagði Ingi Þór í snörpu viðtali um leik kvöldsins.