spot_img
HomeFréttirÚrslit: Oddaleikur í úrslitum Hauka og Snæfells

Úrslit: Oddaleikur í úrslitum Hauka og Snæfells

Snæfell sigraði Hauka í fjórða leik liðanna í úrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld, 75-55. Magnaður varnarleikur Snæfells ekki aðeins hélt Haukum í 55 stigu, heldur einnig 27% skotnýtingu og 21 töpuðum bolta. Það er því ljóst að liðin munu leika oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum á þriðjudagskvöldið kemur. Stigahæst í liði Snæfells var Haiden Palmer með 35 stig en María Lind Sigurðardóttir átti frábæra innkomu af bekknum fyrir Hauka og leiddi liðið í stigakori með 22 stig.

 

Úrvalsdeild kvenna, Úrslitakeppni

Snæfell-Haukar 75-55 (17-13, 13-11, 20-15, 25-16)
Snæfell: Haiden Denise Palmer 35/6 fráköst/7 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 12/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 11, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9, María Björnsdóttir 4/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 0, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0.
Haukar: María Lind Sigurðardóttir 22/5 fráköst, Helena Sverrisdóttir 19/16 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 3/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Shanna Dacanay 2, Dýrfinna Arnardóttir 2, Hanna Þráinsdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 0/6 fráköst/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0.
Dómarar:

Viðureign: 2-2

 

Mynd: Haiden Palmer (JBÓ)

Fréttir
- Auglýsing -