Stephen Curry leikmaður Golden State Warriors var nú rétt áðan að haltra til búningsherbergja í upphafi þriðja leikhluta leiks Warriors og Houston Rockets. Curry hafði hvílt í leik númer 2 og 3 í einvíginu en Houston náðu sigri í síðasta leik. Curry fékk grænt ljós á að spila í kvöld en í upphafi leikhlutans rann kappinn á parketinu og virtist snúa sig á hné. Staðfest hefur verið að hann spili ekki meira í leiknum í kvöld í það minnsta.
Það virðist þó ekki hafa mikil áhrif á liðið því Warriors eru að pakka saman Rockets með einhverjum 20 stigum þegar um 10 mínútur eru til loka leiks og halda því á heimavöll ef fram sem horfir með 3:1 forystu í einvíginu.