Í kvöld munu Hafnarfjörður og Grafarvogur iða þegar tveir risastórir oddaleikir fara fram. Haukar og Snæfell bítast um Íslandsmeistaratitilinn í Domino´s-deild kvenna og þá mætast Fjölnir og Skallagrímur í oddaleik um sæti í laust Domino´s-deild karla á næstu leiktíð. Báðir leikir hefjast kl. 19:15.
Eins og áður hefur komið fram var víst ekki hægt að afstýra því að báðir oddaleikirnir færu fram í kvöld þrátt fyrir tilraunir til þess að láta leikina ekki skarast.
Fyrir þá sem vilja ekki missa af neinu þá er viðureign Hauka og Snæfells í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og Fjölnir TV rásin á Youtube verður með leikinn í Dalhúsum í beinni á netinu.
Event – Haukar-Snæfell oddaleikur
Event – Fjölnir-Skallagrímur oddaleikur