Íslands- og bikarmeistarar Snæfells mæta í Schenkerhöllina í Hafnarfirði í kvöld þar sem oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Domino´s-deild verður að veði. Snæfell er ríkjandi meistari síðustu tveggja tímabila og með sigri í kvöld geta Hólmarar komist í sérflokk með ÍR, KR og Keflavík og orðið eitt fjögurra liða í íslenskum kvennakörfuknattleik til þess að vinna þann stóra þrjú tímabil í röð.
Til þess að þetta gangi eftir hjá Hólmurum þarf Snæfell að vinna Hauka í kvöld á þeirra heimavelli og til þessa á tímabilinu hefur Snæfell ekki fundið lykilinn að sigri í Hafnarfirði.
Meistarar þrjú ár í röð
1956-58: ÍR
1972-75: ÍR (4 ár í röð)
1979-83: KR (5 ár í röð)
1985-87: KR
1988-90: Keflavík
1992-94: Keflavík
2003-2005: Keflavík*
*Síðan Keflavík 2003-2005 hefur ekkert lið unnið titilinn þrjú ár í röð!
Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson