spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁrni Þór tekur við Selfoss

Árni Þór tekur við Selfoss

Selfoss hefur gengið frá ráðningu á Árna Þóri Hilmarssyni fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla, en ásamt því að þjálfa meistaraflokk félagsins verður hann einnig að þjálfa í körfuboltaakademíu Fsu og hjá yngri flokkum félagsins.

Árni Þór tekur við starfinu af Chris Caird, en hann hefur síðustu ár verið við þjálfun hjá Hrunamönnum, bæði í yngri flokkum og með meistaraflokk félagsins í fyrstu deild karla. Þá hefur hann einnig verið við þjálfun yngri landsliða Íslands.

Fréttir
- Auglýsing -