Keflavík hefur staðfest ráðningu Péturs Ingvarssonar sem þjálfara þeirra fyrir komandi tímabil í Subway deild karla. Pétur kemur til Keflavíkur frá Breiðablik, þar sem hann hafði þjálfað í Subway deildinni síðustu ár, en áður hefur hann einnig þjálfað hjá Hamar, Skallagrím, Ármann og Hauka.
Keflavík sagði skilið við Hjalta Þór Vilhjálmsson þjálfara sinn til fjögurra ára eftir síðasta tímabil og hafa síðan þá verið að leita að þjálfara. Samkvæmt fréttatilkynningu þeirra mun Pétur vera með samning næstu tvö tímabilin.
“Pétur segist vera afar spenntur fyrir nýju verkefni og það er mikil tilhlökkun að byrja næsta tímabil í Keflavík. Ég er sannfærður um að við getum komið liðinu á þann stall sem við viljum hafa það. Verkefnið að endurvekja Keflavíkurhraðlestina er formlega hafið.” Sagði formaður félagsins við undirritun samninga í dag.e