spot_img
HomeFréttirAfmælismót Vals í körfubolta

Afmælismót Vals í körfubolta

Afmælismót Vals í körfuknattleik verður haldið í annað sinn helgina 7. – 8. maí næstkomandi fyrir stráka og stelpur. 

 

Mótið er haldið í tilefni af afmælisdegi Vals sem er11. maí en um er að ræða minniboltamót fyrir 6-10 ára.  

Þátttökugjald er 2.000 á hvern iðkanda en leikið er 2 x 10 mínútur. Krakkar á aldrinum 6-7 ára spila saman en 8 – 9  og 10 ára spila sér. Allir keppendur fá verðlaunapening og afmælisköku að móti loknu.   

Skráning er hafin og tilkynningu um þátttöku skal sendast á [email protected]. Taka þarf fram fjölda liða, iðkenda og kyn. Skráningafrestur er til 4. apríl og leikjaniðurröðun verður send út fimmtudaginn 5. maí.  

 

„Endum körfuboltaveturinn með stæl í Valshöllinni“   

Sjá einnig: http://www.valur.is/born-unglingar/afmaelismot 

 

Fréttir
- Auglýsing -