spot_img
HomeFréttirJafna Haukar eða fer sá stóri tvisvar á loft í Hafnarfirði?

Jafna Haukar eða fer sá stóri tvisvar á loft í Hafnarfirði?

Haukar og KR mætast í sínum fjórða úrslitaleik í Domino´s-deild karla í kvöld. Leikur liðanna hefst kl. 19:15 í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir KR sem þarf aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér titilinn.

Ef KR vinnur í kvöld verður það í annað sinn á þremur dögum sem Haukar þurfa að halda sigurhátíð á sínum heimavelli fyrir andstæðinga sína. Hafnfirðingar hafa vísast allt önnur plön fyrir kvöldið en þau en KR brosir eflaust út í annað við tilhugsunina. 

 

Þriðji leikur liðanna var framlengdur spennuslagur og Ívar Ásgarímsson þjálfari Hauka sagði eftir þann leik að nú þyrfti KR að koma í fulla Schenkerhöll og ef Haukum tekst að fylla völlinn þá eru um 2000 manns í húsinu! 

Mynd/ Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -