KR-ingar sigruðu Hauka í fjórða leik liðanna í úrslitum Domino's deildar karla í kvöld, 70-84 en leikurinn hafði framan af verið mjög spennandi. KR-ingar sigu svo framúr á lokametrunum með spilamennsku sem þeim einum er lagið. Reynslan og aginn í síðasta fjórðung skilaði KR-ingum 15 Íslandsmeistaratitli sínum og þeim þriðja í röð. Til hamingju KR-ingar.
Úrvalsdeild karla, Úrslitakeppni
Haukar-KR 70-84 (19-21, 20-21, 10-11, 21-31)
Haukar: Brandon Mobley 31/7 fráköst, Haukur Óskarsson 17/3 varin skot, Hjálmar Stefánsson 8, Finnur Atli Magnússon 6/5 fráköst, Kristinn Jónasson 4, Emil Barja 2/5 fráköst/7 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 2, Jón Ólafur Magnússon 0, Ívar Barja 0, Gunnar Birgir Sandholt 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0.
KR: Michael Craion 27/9 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 23/8 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/12 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 11/4 fráköst/7 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 5, Darri Hilmarsson 4, Snorri Hrafnkelsson 2, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Arnór Hermannsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.
Dómarar:
Viðureign: 1-3
Hér að neðan er textalýsing úr leiknum í kvöld.
4. leikhluti
– KR er Íslandsmeistari þriðja árið í röð eftir frækinn sigur á Haukum í fjórðu úrslitaviðureign liðanna. Lokatölur í Hafnarfirði 70-84.
– 65-77 Haukur Óskars skorar fyrir Hauka í hraðaupphlapi en Brynjar Þór fer yfir og klárar verkið…kemur KR í 65-80 þegar 1.15mín eru eftir af leiknum. Það er alveg ljóst að KR er að vinna titilinn þriðja árið í röð!
– 63-77 Helgi Magg með tvö víti fyrir KR.
– Craion á vítalínunni þegar 4.05mín eru til leiksloka og kemur KR í 61-75, setur bæði!
– 61-72 og Helgi Magg með þrist, þessi var stór og nú er það Hauka að berja sig nærri en heimamenn í Hafnarfirði hafa rúmar fjórar mínútur til að loka bilinu.
– 5.51mín eftir af leiknum og dæmd óíþróttamannsleg villa á Brynjar Þór sem kannast ekkert við svoleiðis og er gríðarlega ósáttur. Mobley fagnar um of við þessa niðurstöðu og uppsker tæknivíti fyrir sína framkomu, þ.e. gleðinni yfir hrakförum Brynjars. Þegar kurlin koma til grafar er staðan 61-68 fyrir KR og röndótti reiga boltann.
– Það rýkur úr öllum byssum KR hér því Pavel var að demba niður þrist, staðan 56-67 og Haukar þurfa að herða róðurinn í vörninni ef þeir ætla ekki að láta skilja sig eftir.
– 54-64 Brynjar Þór með þrist sem kemur muninum upp í 10 stig þegar 7.40mín eru eftir af leiknum.
– 52-59 Pavel Ermolinski mætir með þrist, sinn fyrsta í leiknum og Pavel kominn með 7 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar.
– 52-56 Björn Kristjáns byrjaði á þrist fyrir KR en Hjálmar Stefáns svaraði strax í sömu mynt. Við erum vísast að fá alveg sturlaðan endasprett.
– Fjórði leikhluti er hafinn og það eru KR-ingar sem byrja með boltann.
3. leikhluti
– Þriðja leikhluta lokið: Haukar 49-53 KR. Gestirnir úr vesturbænum unnu leikhlutann 8-11. Mobley
– 1,6 sek eftir og dæmd villa á KR fyrir litlar sakir sem gestirnir eru allt annað en sáttir við. Mobley fer á línuna og setur bæði og minnkar muninn í 49-53.
– 47-52 Mobley með tvö víti fyrir Hauka og 23 sek eftir af þriðja.
– 45-52 Mobley rífur sjö mínútna stigaþurrð Hauka og treður með tilþrifum í hraðaupphlaupi heimamanna, þetta gæti hreyft við Hafnfirðingum.
– 43-52, Craion skorar af harðfylgi gegn lögmanninum Kristni Jónassyni í Haukateignum.
– Sjö mínútur liðnar af þriðja leikhluta, það er harka í þessu og nokkuð um pústra. Liðin uppteknari að varnarleiknum þessa stundina því KR leiðir þriðja leikhluta 4-6 og staðan enn 43-48.
– Helgi Magg, spjaldið oní, 43-48 fyrir KR og Ívar tekur leikhlé fyrir Hauka.
– Craion með fjögur í röð fyrir KR og kominn í 20 stig í kvöld. Kemur KR í 43-46.
– 43-42 Mobley setur tvö víti fyrir Hauka en Pavel Ermolinski gerðist brotlegur og fékk sína þriðju villu þegar aðeins tvær mínútur eru liðnar af síðari hálfleik.
– 41-42 Haukur Óskarsson opnar síðari hálfleik fyrir Hafnfirðinga með stökkskoti í teig KR-inga.
– Þriðji leikhluti er hafinn og það eru heimamenn í Haukum sem byrja með boltann.
________________________________________________________________________________________
– Sjö liðsmenn KR eru búnir að skora í fyrri hálfleik og sjö liðsmenn Hauka.
– KR leiðir frákastabaráttuna 22-16 í fyrri hálfleik.
– Haukar hafa farið afar vel með boltann fyrstu 20 mínúturnar, aðeins tapað 2 boltum en KR tapað 4 sem telst vart heldur vera nokkuð.
Skotnýting liðanna í hálfleik:
Haukar: Tveggja 52% – þriggja 33% – víti 100% (1-1)
KR: Tveggja 48% – þriggja 56% – víti 75% (3-4)
2. leikhluti (39-42)
– Fyrri hálfleik lokið: Haukar 39-42 KR
Brynjar Þór Björnsson lokaði fyrri hálfleik með þrist í horninu fyrir KR. Brynjar kominn með 14 stig í liði KR en Craion er stigahæstur í leikhléi með 16 stig. Hjá Haukum er Haukur Óskarsson með 13 stig og Mobley 12.
– 36-36 Craion setur bæði vítin, hans fyrstu víti í leiknum en hann var með 43,8% nýtingu í síðasta leik og 50% vítanýtingu í þarsíðasta leik.
– 34-34 Pavel Ermolinski með laglega hreyfingu og fer fram hjá Kristni Marinóssyni og skorar glæsilega körfu í Haukateignum.
– Craion kominn með 14 stig hjá KR, er 7-9 í teignum. Staðan 34-32 fyrir Hauka og Mobley að fara fyrir heimamönnum hér í öðrum leikhluta með 12 stig.
– 32-30 Kristinn Marinósson með sóknarfrákast og skorar fyrir Hauka en Brynjar Þór veður upp hægri kantinn og inn á Haukakörfuna og jafnar leikinn 32-32, Brynjar kominn með 8 stig.
– 28-27 fyrir Hauka og 4 mín eftir af fyrri hálfleik.
– Emil Barja að fá sína aðra villu fyrir að brjóta á Craion í hjálparvörninni. Emil fór mikinn í leik þrjú úti í DHL-höll og þarf að fara sparlega með villurnar í kvöld.
– 26-25 Mobley með þrist, hans annar þristur í leiknum og búinn að gera sjö stig í röð fyrir Hafnfirðinga á fyrstu þremur mínútum annars leikhluta. Hér skiptist forystan ört á milli liðanna enda ætlar enginn að láta stinga sig af í kvöld.
– 19-25 Björn Kristjánsson æðir í gegnum vörn Hauka eftir einhvern misskilning í vörn heimamanna og skorar auðveldlega en Mobley tekur kipp fyrir Hauka með fjögur stig í röð fyrir sína menn og staðan 23-25.
– KR opnar annan leikhluta, 19-23.
1. leikhluti (19-21)
– Fyrsta leikhluta lokið: Haukar 19-21 KR
Craion verið Haukum erfiður með 10 stig í fyrsta leikhluta en Haukur Óskarsson er með 8 stig í liði heimamanna.
– 19-19 Finnur Atli af velli og inn kemur maður sem hefur hlotið viðurnefnið „Craionít“ en hann var víst skírður Guðni Heiðar.
– 13-15 Craion skorar í teignum fyrir KR eftir góða sendingu frá helga Magg. Craion kominn með 6 stig en Mobley fer yfir og setur stökkskot fyrir Hauka. Hér er jafnt á öllum tölum en í stúkunni eru það heimamenn í Haukum sem eru mun líflegri.
– 11-11 Pavel Ermolinski saumar sig fram hjá Emil Barja og skorar laglega körfu, fyrstu stig Pavels í leiknum.
– 11-8 og Mobley núna með þrist fyrir Hafnfirðinga. Það gersamlega fer allt niður hérna.
– 8-6, Haukur Óskars búinn að gera öll átta stig Hauka.
– 3-3 Brynjar Þór Björnsson svarar í sömu mynt en Haukur lætur ekki deigan síga, fer yfir og smellir í annan þrist! 6-3 fyrir Hauka. Ja hér… 6-6 því Darri Hilmarsson var að blanda sér í þristaveisluna. Það rignir hér á upphafssekúndunum.
– 3-0 Haukur Óskarsson sem hefur átt erfitt uppdráttar sóknarlega í einvíginu opnar leikinn með þrist fyrir Hafnfirðinga. Óskabyrjun hjá Hauki og Haukum (pun intended).
– Leikur hafinn og það eru heimamenn sem vinna uppkastið.
Fyrir leik:
– Dómarar kvöldsins eru Kristinn Óskarsson, Björgvin Rúnarsson og Sigmundur Már Herbertsson. Þeir sömu og dæmdu leik þrjú í DHL-höllinni.