Michael Craion er einn allra besti leikmaður deildarinnar og sýndi það ítrekað á tímabilinu. Craion var að vonum kátur með Íslandsmeistaratitilinn í kvöld en hann sagði KR hafa sýnt mikinn aga í úrslitakeppninni. Aðspurður um hvort hann myndi snúa aftur á næstu leiktíð ætlaði Craion sér ekkert að segja til um það heldur fara og fagna.
Mynd/Bára Dröfn