Ágúst Björgvinsson hefur verið endurráðinn þjálfari karlaliðs Vals og verður Jens Guðmundsson honum áfram til aðstoðar með liðið. Frá þessu er greint í tilkynningu Valsmanna.
Ágúst fór með Valsmenn í úrslit 1. deildar á nýafstöðnu tímabili en Valur féll út í úrslitakeppninni eftir oddaleik gegn Skallagrím.
Mynd/ Ágúst og Jens ásamt leikmönnum meistaraflokks Vals.