Ari Gunnarsson og Tómas Holton verða áfram við stjórnvölin hjá meistaraflokki Vals á næsta tímabili. Ari tók við kvennaliðinu á síðasta tímabili og Tómas kom inn í þjálfarateymið í janúar. Undir þeirra stjórn endaði liðið í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar en datt út í undanúrslitum eftir jafna og harða baráttu við Íslands og bikarmeistara Snæfells þar sem tveir leikir fóru í framlengingar áður en úrslit réðust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valsmönnum.
Í tilkynningunni segir einnig:
Ari og Tómas eru Valsmönnum að góðu kunnir en þeir léku báðir með yngri flokkum Vals og meistaraflokki á árum áður og hafa báðir komið að þjálfun hjá félaginu í gegnu árin. Valsmenn fagna því að hafa þessa tvo reynslubolta áfram í sínum röðum.