spot_img
HomeFréttirCSKA Moskva og Fenerbache mætast í úrslitaleik Euroleague

CSKA Moskva og Fenerbache mætast í úrslitaleik Euroleague

Á morgun mætast CSKA Moskva og Fenerbache í úrslitum Euroleague en undanúrslitin fóru fram í Berlín í gærkvöldi þar sem CSKA Moskva lagði Lokomotiv 88-81 og Fenerbache hafði 88-77 sigur á Laboral Kutxa eftir framlengingu.

Nando De Colo fór mikinn í liði CSKA Moskvu með 30 stig í sigrinum á Lokomotiv en hann var á dögunum einnig útnefndur besti leikmaður Euroleague þetta tímabilið. CSKA Moskva var við stjórnartaumana í leiknum frá upphafi til enda en liðið leikur til úrslita á morgun í fyrsta sinn síðan árið 2012. 

 

Helstu tilþrif úr viðureign CSKA Moskvu og Lokomotiv

 

 

Þá var Serbinn Bogdan Bogdanovic stigahæstur með 18 stig í liði Fenerbache sem hafði 88-77 sigur á Laboral Kutxa. Ioannis Bourosis var stigahæstur í spænska liðinu með 22 stig og 10 fráköst. Bogdanovic var sá sem skildi á milli liðanna en hann gerði 9 af 18 stigum sínum í framlengingunni. Fenerbache mun á morgun í fyrsta sinn í sögu félagsins leika til úrslita í Euroleague.

 

Helstu tilþrif úr viðureign Fenerbache og Laboral Kutxa
 

Fréttir
- Auglýsing -