Leiktíðin tekur formlega enda í dag þegar fjórir síðustu úrslitaleikir yngri flokkanna fara fram í Keflavík. Leikið er í 10. flokki stúlkna og drengja og svo unglingaflokki karla og kvenna. Dagurinn hefst kl. 10:00 með viðureign KR og Hauka í 10. flokki drengja. Allir leikirnir verða í beinni á netinu á Youtube-rás KKÍ
Mánudagur 16. maí
Kl. 10:00 – 10. flokkur drengja · Úrslitaleikur: KR-Haukar
Kl. 12:00 – 10. flokkur stúlkna · Úrslitaleikur: KR-Keflavík
Kl. 14:00 – Unglingaflokkur kvenna · Úrslitaleikur: Keflavík-Haukar
Kl. 16:15 – Unglingaflokkur karla · Úrslitaleikur: Grindavík-FSu