Ægir Þór Steinarsson gerði 8 stig í sigri Penas Huesca í undanúrslitum LEB Gold deildarinnar á Spáni í kvöld. Huesca komst með sigrinum í úrslit deildarinnar um laust sæti í ACB deildinni á næstu leiktíð. Huesca lék gegn Burgos í undanúrslitum og vann fjórða leik liðanna í kvöld 83-72 og einvígið 3-1.
Eins og áður segir var Ægir með 8 stig og í byrjunarliði Huesca og spilaði í 22 mínútur. Hann var einnig með 4 stoðsendingar og 2 fráköst í leiknum.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Coruna og Melilla og þar er staðan 2-2 en oddaleikur liðanna fer fram á þriðjudag og þá skýrist hvort Ægir og félagar í Huesca mæti Melilla eða Coruna í úrslitum deildarinnar.