Karl-Anthony Towns hefur verið útnefndur nýliði ársins í NBA deildinni en þessi leikmaður Minnesota varð aðeins fimmti leikmaðurinn í sögunni til þess að hljóta öll atkvæðin í kjörinu!
Þeir fimm leikmenn sem hafa einróma verið valdir nýliðar ársins í NBA:
1983-84 Ralph Sampson – Houston
1989-90 David Robinson – San Antonio Spurs
2010-11 Blake Griffin – LA Clippers
2012-13 Damian Lillard – Portland
2015-16 Karl-Anthony Towns – Minnesota
Towns sem valinn var nr. 1 í nýliðavalinu fyrir yfirstandandi tímabil kom frá Kentucky-skólanum og fékk öll 130 atkvæðin sem í boði voru. Þeir sem kjósa eru íþróttafréttamenn og útsendingaraðilar leikjanna í NBA. Þá er þetta annað árið í röð sem Minnesota á nýliða ársins því á síðustu leiktíð var Andrew Wiggins sæmdur Eddie Gottlieb bikarnum en það er nafnið á bikarnum sem nýliði ársins fær hverju sinni í deildinni.
Þá er þetta besta nýliðaár hjá „big man“ síðan Tim Duncan var og hét en Towns var með 18,3 stig, 10,5 fráköst og 1,7 varið skot að meðaltali í leik.
Mynd/ NBA