spot_img
HomeFréttirSumarstarf körfuknattleiksdeildar Fjölnis

Sumarstarf körfuknattleiksdeildar Fjölnis

Allir geta verið í körfu í sumar !

 

Endilega kynnið ykkur frábært sumarstarf hjá Körfuknattleiksdeild Fjölnis í sumar. Sumarið er tíminn !

Körfuboltanámskeið frá kl. 9-12 fyrir börn fædd 2007-2010. Á námskeiðinu verður fullt af körfubolta, leikur og skemmtun í fyrirrúmi.

 

Körfuboltaæfingar:

 

Akademía 1 fyrir börn fædd 2003-2006 kl. 13:00-15:00. Fyrir utan fullt af spili verður lagt áherslu á tækni og snerpu. Æfingarnar eru tilvalið tækifæri fyrir alla sem vilja nýta sumarið til að bæta sinn leik, spila og hafa gaman. 
Akademía 2 fyrir ungmenni fædd 1999-2002 kl. 15:30-17:30. Fyrir utan fullt af spili verður lagt áherslu á styrk, tækni og snerpu.

 

Nýtt! Stelpuakademía fyrir stelpur fæddar 2003-2006. Lagt verður áherslu á mikið spil, tækni og snerpu. Stelpuakademía er liður í átaksverkefni til að fjölga stúlkum í körfubolta. 

 

Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Penas Huesca á Spáni og Collin Pryor, leikmaður Fjölnis taka vel á móti krökkunum í Akademíu 1 og 2. Sævaldur Bjarnason þjálfari meistaraflokks kvenna Fjölnis tekur vel á móti stelpunum í Stelpuakademíunni.

 

Skráning er hafin í gegnum iðkendaskráningarkerfi Fjölnis, https://fjolnir.felog.is/

 

Nánari upplýsingar: [email protected]

 

Hvetjum alla körfuboltakrakka til að nýta sumarið vel því sumarið er tími framfara. Allir á æfingar og út í körfu í sumar.

Fréttir
- Auglýsing -