Ægir Þór Steinarsson og HLA Alicante máttu þola tap gegn Zunder Palencia í öðrum leik 8 liða úrslita Leb Oro deildarinnar á Spáni, 75-68.
Palencia leiða því með tveimur sigrum gegn engum, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig áfram í undanúrslitin.
Á tæpum 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Ægir Þór fjórum stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum.
Þriðji leikur einvígis liðanna er komandi föstudag 2. júní.