spot_img
HomeFréttirHinrik og Nökkvi skrifa undir hjá Vestra

Hinrik og Nökkvi skrifa undir hjá Vestra

 

Þeir Hinrik Guðbjartsson og Nökkvi Harðarson hafa skrifað undir samning hjá nýju liði Vestra. Leikmennirnir eru báðir uppaldir í Grindavík og unnu t.a.m. þann stóra með unglingaflokk fyrr í mánuðinum.

 

Nökkvi ætti að vera öllum kunnur fyrir vestan, en hann spilaði með meistaraflokk K.F.í. á síðasta tímabili. Þar kom hann við sögu í 23 leikjum, þ.ám. var hann í byrjunarliðinu í 19 skipti. Hinrik lék hinsvegar með Grindavík á síðasta tímabili. Hjá þeim kom hann við sögu í 22 leikjum. Einnig er hann hluti af U-20 ára landsliði Íslands.

 

Hérna er meira um félagaskiptin.

Fréttir
- Auglýsing -