spot_img
HomeFréttirFSU ræður nýjan þjálfara

FSU ræður nýjan þjálfara

FSU hefur ráðið nýjan aðalþjálfara liðsins en þetta var tilkynnt á heimasíðu þeirra nú fyrir stundu. Þjálfarinn heitir Eloy Doce Chambrelan og er 46 ára spánverji. Hann hefur þjálað í næst efstu deild á Spáni auk þess að vera í þjálfateymum yngri landsliða spánverja.

 

Chambrelan tekur við fínu búi af Erik Olsen sem þjálfað hefur liðið síðustu ár. FSU féll úr Dominos deild karla á tímabilinu og spilar liðið því í fyrstu deild karla á næsta tímabili. Selfyssingar hafa marga unga og spennandi leikmenn innan sinna banda sem Eloy fær tækifæri á að þjálfa.

 

Í tilkynningu FSU segir eftirfarandi:

„Chambrelan er FIBA þjálfari og með hæstu þjálfaragráðu á Spáni og hann hefur þjálfað víðar en í heimalandinu, m.a. í efstu deildum í Urugvæ og Noregi. Hann hefur einnig farið víða um Evrópu sem fyrirlesari og þjálfari við körfuboltabúðir fyrir öll stig, allt frá byrjendum til atvinnumanna.“

 

„Chambrelan hefur sérhæft sig í kennslu tækni og leikfræði og að hjálpa leikmönnum að þróa hæfileika sína og getu. Þessir eiginleikar, ásamt yfirgripsmikilli reynslu hans af vinnu með ungum leikmönnum og af þjálfun á hæsta getustigi eru hvalreki fyrir FSU, fyrir körfuboltaakademíuna, yngriflokkastarfið og keppnislið félagsins. Stjórn félagsins er hæstánægð með nýja þjálfarann og bíður spennt eftir að hann hefji störf.“

 

Spennandi verður að fylgjast með liðinu með þessum nýja þjálfara.

Fréttir
- Auglýsing -