Ólafur Ólafsson sem ól mann sinn í Frakklandi síðasta vetur hefur ákveðið að snúa í heimahaga og spila með Grindvíkingum næsta vetur en kvittað var undir samninga þess efnis nú í hádeginu. Ólafur spilaði með St. Clement í NM2 deildinni í Frakklandi síðasta tímabilið við góðan orðstýr. Clement lentu í 5. sæti deildarinnar og Ólafur skilaði að meðali til liðsins 14 stigum, tæpum 6 fráköstum og um 3 stolnum og stoðsendingum á leik.
Í Ólafi eru Grindvíkinar ekki bara að endurheimta einn af sínum dáðustu drengjum heldur baráttujaxl í anda við bræður sína þá Jóhann sem þjálfar liðið og Þorleif sem hyggst spila sitt síðasta tímabil. Ólafur var drjúgur fyrir þá gulklæddu áður en hann fór til Frakklands en hann var að skora um 15 stig á leik og taka 7 fráköst ásamt því að senda um 3 stoðsendingar.
"Grindvíkingar höfðu samband við mig og buðu mér að koma heim og spila. Við konan fórum vel og vandlega yfir þetta og spjölluðum lengi áður en ákvörðun var tekin. Konan komst svo inn í Háskólanám sem spilar stórt inní ákvörðun mína sem og að bræður mínir. Jóhann er náttúrlega að þjálfa og hefur kennt mér gríðarlega mikið og ég sé fyrir mér að hann eigi eftir að halda því áfram. Í kjölfarið sagðist miðju bróðirinn (Þorleifur Ólafsson) taka sitt síðasta tímabil með mér. Þeir eru búnir að hjálpa mér rosalega mikið í gegnum minn feril og ég ákvað því að koma heim og spila bæði fyrir og með þeim." sagði Ólafur í snörpu viðtali nú í hádeginu.