Liðsmönnum Golden State Warriors hlýtur að líða sæmilega með frammistöðu sína það sem af er lokaúrslitum þessa árs gegn Cleveland Cavaliers. Liðið komið í þægilega 2-0 forystu og það sem kannski meira er, virtist mótstaðan ekki beint mikil. Líklegast líður þó engum betur með það en verðmætasta leikmanni þeirra og leiðtoga Stephen Curry. Hér að neðan sjáum við myndbrot af einum skemmtilegum sið sem að hann hefur með öryggisvörðum heimavallarins (Oracle Arena), en það er að dansa við lagstúf úr frægri auglýsingu.
Hérna er auglýsingin:
Hér er Curry að dansa fyrir leik 2 gegn Cavaliers:
Hér er Curry að dansa fyrir leik gegn Thunder: