Sælla minninga þá mætti Kyrie Irving í Borgarnes hér um árið og setti einhver tonn af stigum á ungviði okkar í æfingaleik. Í nótt var hann í svipuðum gír og setti 30 stig á besta mann NBA deildarinnar og það voru CAVS sem tóku risa sigur 120:90 í leik númer þrjú milli Warriros og CAVS í úrslitum NBA deildarinnar. Þetta er hátt í 60 stiga sveifla frá síðasta leik einvígisins sem að Warriors tóku nokkuð auðveldlega á sínum heimavelli. Lebron James var svo sem ekkert að skila neinum slor tölum í 32 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum. Splash bræður þeirra Warriors voru langt frá sínu besta og munaði svo sannarlega um þá.
Cleveland léku án Kevin Love í þessum leik sem fékk vægan heilahristing eftir samstuð við Harrison Barnes í leik númer 2. Búast má við að "Ástin" muni hinsvegar verða til staðar í næsta leik.
Næsti leikur einvígisins er á föstudagskvöld á heimavelli Cleveland Cavaliers