spot_img
HomeFréttirWestbrook og Harden ekki með í Ríó

Westbrook og Harden ekki með í Ríó

 

Fyrrum liðsfélagarnir James Harden (sem nú spilar með Houston Rockets) og Russell Westbrook hafa báðir dregið sig út úr hóp bandaríska landsliðsins fyrir ólympíuleikana í Ríó. Harden gaf enga sérstaka ástæðu fyrir brotthvarfi sínu. Westbrook segist hinsvegar hafa komist að niðurstöðu eftir fjölskyldufund og þyki það leitt, en voni að hann fái að vera með í verkefnum liðsins í framtíðinni. Fyrr í vikunni hafði verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar síðastliðin tvö tímabil, Stephen Curry, einnig sagt sig frá verkefninu.

 

Bandaríkjamenn hinsvegar ekkert á flæðiskeri staddir með leikstjórnendur þó þessir þrír hafi ákveðið að fara ekki til Ríó, en menn eins og Mike Conley, John Wall, Chris Paul, Damian Lillard og Kyrie Irving eru ennþá á skrá hjá þeim.

Fréttir
- Auglýsing -