Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur þegið boð KKÍ um að leika í Dominos deildi kvenna á komandi tímabili. Síðustu tvö tímabil hefur liðið leikið í 1. deild og verið hársbreidd frá því að taka skrefið aftur ofaní djúpulaugina sem Dominosdeildin er.
„Það var aldrei spurning um að taka sætið þegar KKÍ hafði samband við okkur. Stefnan hefur alltaf verið að koma liðinu aftur upp. Við erum með ungt og efnilegt lið og teljum þær fullfærar að spila í efstu deild. Auk þess er leikmannamarkaðurinn opinn og munum við reyna að styrkja liðið á næstu dögum. Ég ræddi stuttlega við stelpurnar í gær og heyrði strax á þeim að þær voru klárar í þetta verkefni. Það er því spennandi tímabil framundan hjá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. „ sagði Róbert Þór Guðnason varaformaður KKD. Njarðvík á Facebook síðu Njarðvíkinga.
Mynd: Carmen Tyson Thomas lék með Njarðvík síðasta tímabil í1. deildinni