spot_img
HomeFréttirLele Hardy mögulega aftur "heim"

Lele Hardy mögulega aftur “heim”

Lele Hardy fyrrum leikmaður Njarðvíkur og Hauka gæti mögulega snúið aftur í Dominosdeildina eftir af hafa spilað eina leiktíð í Finnlandi. "Það hafa nokkur lið haft samband en ég get ekkert gefið upp hvaða lið það eru." sagði Lele í snörpu viðtali við Karfan.is nú fyrir rúmri viku síðan. 

 

Lele átti góðu gengi að fagna hér á Íslandi og iðulega unnu lið hennar titla eða lið hennar fóru langt í úrslitakeppni og léku þá til úrslita.  "Síðasta tímabil var fínt í Finnlandi og ég á alveg möguleika á að fara þangað eftur en ég á eftir að ákveða hvað ég vill gera. Það yrði auðvitað gaman að koma aftur til Íslands, ég viðurkenni það." sagði þessi sterki framherji. 

 

Ef giska mætti þá hljóta Haukar að vera áhugasamir að fá Lele aftur tilbaka og svo hennar fyrrum þjálfari Sverrir Þór Sverrisson hjá Njarðvík sem nú þjálfar Keflvíkurstúlkur.  Lele viðurkenndi þó að fleiri en tvö lið á Íslandi hefðu haft samband svo ekki þykir ólíklegt að Lele sé á leiðinni "heim"

Fréttir
- Auglýsing -