Stjarnan b varð um síðustu helgi meistari 3. deildar 9. flokks drengja eftir sigur gegn sameinuðu liði Laugdæla og Hrunamanna á Meistaravöllum, 77-71. Leikurinn var jafn og spennandi, en liðin skiptust níu sinnum á forystu og 10 sinnum var jafnt. Að lokum var það Stjarnan sem hafði sigur eftir framlengingu. Daníel Geir Snorrason var valinn maður leiksins, en hann skilaði 33 stigum og hitti úr 64% skota sinna í leiknum auk 6 frákasta og 2 stolna bolta.
Hér fyrir ofan má sjá mynd af meisturunum eftir úrslitaleikinn ásamt þjálfurum sínum Leifi Steini Árnasyni og Ragnari Björgvini Tómassyni.
Mynd / KKÍ