spot_img
HomeFréttirCAVS tryggðu oddaleik með stórsigri

CAVS tryggðu oddaleik með stórsigri

Cleveland Cavaliers eru einum leik frá því að skrifa nýjan kafla í sögu NBA deildarinnar með því að verða fyrsta lið sögunar til að koma tilbaka eftir að hafa verið 3:1 undir í úrslita einvígi og vinna titilinn.  Í gærkvöldi á heimavelli í Cleveland fóru þeir illa með meistara Golden State og sigruðu að lokum 115: 101

 

Líkt og í síðasta leik var Lebron  James í ham og annan leikinn í röð skoraði hann 41 stig og ofaní það skilaði hann 11 stoðsendingum á félaga sína og tók 8 fráköst.  Mestur fór munurinn uppí 24 stig þegar títt umræddur Kevin Love setti niður þrist í þriðja fjórðung.   Warrirors hinsvegar hófu orrahríð þegar á þennan botn var komið og náðu að minnka muninn niður í 7 stig. 

 

En þá tók Lebron James við leiknum og skoraði heil 18 stig í röð fyrir CAVS og því á nk. sunnudag verður oddaleikur.  Draymond Green var mættur aftur í búning hjá Warriors en náði ekki að setja sitt mark á leikinn. En Warriors voru vissulega særðir í þessum leik með Andrew Bogut á meiðslalistanum eftir síðasta leik og hann verður ekki meira með, og MVP Finals frá síðasta ári Andre Iguodala átti við einhverja tognun í baki og átti erfitt uppdráttar. 

 

"Eins og ég sagði ykkur eftir síðasta leik þá eru tvö fallegustu orð þessa leiks  "Game 7" (Leikur sjö) og mér er alveg sama hvar við spilum hann" sagði Lebron James vígreifur eftir leikinn í gær. 

 

Undir lok leiks missti besti leikmaður veraldar Stephen Curry stjórn á skapi sínu þegar hann fékk sína 6. villu og henti góm sínum í áhorfanda.  Curry var fyrir vikið hent út úr húsi.  Curry sá að sér og bað stuðningsmanninn afsökunar en spurning er hvort Curry verði nokkuð í banni í oddaleiknum?

Fréttir
- Auglýsing -