spot_img
HomeFréttirRós í Garðinn

Rós í Garðinn

Eftir að hafa sýnt fram á mikla þolinmæði og reynt að byggja lið sitt í kringum fyrsta valrétt sinn síðan 2008 hafa forráðamenn Chicago Bulls fengið nóg og í nótt var Derrick Rose,  þessum stórkostlega leikmanni skipt yfir til New York Knicks í skiptum þar sem 5 leikmenn og einn valréttur fóru á milli.  Rose fer til New York ásamt Justin Holiday og valréttar (annarar umferðar 2017) í skiptum fyrir  Jose Calderon, Robin Lopez og Jerian Grant.  Rose átti eitt ár eftir af samningi sínum við Bulls.

 

Í Rose höfðu Bulls heimamann sem þeir einfaldlega gátu ekki treyst á, en hann hefur spilað í heildina 127 leiki síðan tímabilið 2011 – 2012.  Rose nældi sér í titilinn besti leikmaður deildarinnar aðeins 22 ára gamall og hafði þá unnið hug og hjörtu allra stuðningsmanna liðsins. Eftir slit á krossböndum hefur þessi leikmaður aldrei náð að sýna sitt allra besta þrátt fyrir mikinn vilja og dugnað í þeim efnum. 

 

 Gar Forman formaður Bulls ef svo má kalla, sagði þessa ákvörðun auðvitað ekki auðvelda en hinsvegar fannst þeim hjá Bulls að þessi gluggi væri að lokast, þ.e. að fá eitthvað fyrir Rose og því var ákveðið að hrinda þessum skiptum í verk. NY Knicks geta því státað sig á næsta ári að vera komið með einskonar þríeyki í lið sitt í þeim Carmelo Anthony, Derrick Rose og svo Kristaps Porzingis.  Allt veltur þetta þó á því hvort þeir Anthony og Rose haldist heilir allt tímabilið. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -