Þórður Freyr Jónsson hefur samið við ÍA um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þórður látið að sér kveðasíðustu tvö tímabil með ÍA í fyrstu deildinni, en á því síðasta skilaði hann 13 stigum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik ásamt því að skjóta boltanum um 40% fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá er Þórður þetta sumarið í æfingahópi undir 18 ára liðs drengja sem leikur á Norðurlanda og Evrópumóti.