spot_img
HomeFréttirViðsnúningur hjá strákunum gegn Noregi

Viðsnúningur hjá strákunum gegn Noregi

Undir 16 ára lið drengja sigraði Noreg nokkuð örugglega fyrr í kvöld, með 77 stigum gegn 60. Þetta var annar leikur liðsins í Norðurlandamótinu, en í gær töpuðu þeir fyrir Danmörku og eru því með einn sigur og eitt tap. Næst leikur liðið gegn Svíþjóð á morgun.

 

Það var í raun ljóst frá fyrstu mínútu hvernig þessi leikur ætti eftir að fara. Ísland byrjaði, líkt og kannski í tapleik gærdagsins, mun betur en andstæðingurinn. Í þetta skiptið létu fylgdu þeir því þó eftir og bættu bara við forystu sína jafnt og þétt þangað til í lokin.

 

Eftir fyrsta leikhluta var staðan 15-5 fyrir Ísland. Þar sem að vörn íslands var virkilega flott.

 

Snemma í öðrum leikhluta var ljóst í hvað stefndi. Norðmenn voru gjörsamlega heillum horfnir á sama tíma og að íslenska liðið var að sýna af sér miklu meiri baráttu og betri spilamennsku heldur en deginum áður gegn Danmörku. Staðan var 33-18 þegar að dómarinn flautaði til hálfleiks. 

 

Atkvæðamestur fyrir Ísland í fyrri hálfleik var Sigvaldi Eggertsson með 9 stig, 4 fráköst og 1 stoðsendingu.

 

Seinni hálfleikinn byrjaði Ísland svo á þeim stað sem þeir skildu leikinn eftir á. Tóku 7-0 áhlaup strax í byrjun 3. leikhlutans. Norðmenn náðu þá aðeins að malda í móinn og náðu muninum niður í 16 stig, 43-27 þegar að 3. hlutinn var um það bil hálfnaður. Fyrir lokaleikhlutann var Ísland þó 19 stigum yfir, 58-39.

 

Lokaleikhlutinn var ekkert spennandi. Leikmenn Íslands gáfu sig ekki og sami munur var á liðunum um miðbygg hlutans, 19 stig, 64-45. Fór svo að Ísland sigraði leikinn með 17 stigum, 77-60.

 

Maður leiksins var Arnór Sveinsson, en hann skoraði 25 stig og tók 9 fráköst á þeim rúmu 27 mínútum sem hann spilaði.

 

Tölfræði

 

Myndir

 

Viðtöl:

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -