Undir 16 ára lið Íslands tapaði fyrir Finnlandi með 51 stigi gegn 91. Liðið lenti því í 5. sæti Norðurlandamóts þessa árs. Það skal tekið fram að allt þangað til seint í gær áttu þeir möguleika á að taka titilinn. Ef ekki hefði verið fyrir körfu á lokasekúndu leiks gegn Eistlandi, hefði þetta verið úrslitaleikur mótsins.
Leikurinn fór fjörlega af stað. Þar sem bæði liðin skiptust á að skora. Jafnt var á með liðunum, en eftir um tveggja mínútna leik var staðan komin í 8-8. Eins og við var að búast voru Finnarnir fastir fyrir, en íslensku strákarnir reyndu að nýta sér þann hraða sem þeir höfðu fram yfir þá finnsku. Náðu að gera það vel í upphafi leiks. Komust yfir í stöðunni 12-10. Liðin skiptust á forystunni restina af þessum fyrsta leikhluta, sem endaði þó með stigs forystu heimamanna, 17-18.
Í öðrum leikhlutanum fóru Finnar betur af stað. Voru komnir 7 stigum yfir þegar að leikhlutinn var hálfnaður, 23-30. Þeirri forystu náðu þeir að halda allt til hálfleiks, en þá voru þeir 11 stigum yfir, 30-41.
Atkvæðamestur í fyrri hálfleik var Hilmar Smári Henningsson, en hann skoraði 10 stig og gaf 5 stoðsendingar.
Þriðji leikhluti leiksins var svo skelfilegur fyrir Ísland. Sá versti sem að liðið spilaði á mótinu. Leyfðu heimamönnum að halda áfram að vaða uppi. Munurinn kominn í 21 stig eftir aðeins 4. mínútna leik. Um miðbygg hlutans versnaði það svo enn, 32-65. Ísland tapaði þriðja leikhlutanum svo að lokum 8-35 og var munurinn þá kominn í í 38 stig, 38-76.
Fjórði leikhlutinn var svo lítið spennandi. Finnland jók forystu sína þó enn og fór að lokum með 40 stiga sigur af hólmi.
Maður leiksins var Hilmar Smári Henningsson, en þó hann hafi lítið sem ekkert spilað í seinni hálfleiknum, skilaði hann mesta framlagi leikmanna Íslands. 10 stig, 2 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolnir boltar á þeim rúmu 21 mínútu sem hann spilaði.
Viðtöl: