spot_img
HomeFréttirHörður Axel áfram í Grikklandi eftir allt

Hörður Axel áfram í Grikklandi eftir allt

Fjölnismaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki spila með Keflavík á næsta tímabili eins og til stóð. Hann hefur nú samið við lið í Grikklandi og mun því framlengja dvöl sína þar í landi eitthvað áfram.

 

 Hörður samdi við gríska liðið Rethymno Cretan Kings B.C. sem endaði í áttunda sæti grísku deildarinnar á síðasta tímabili. Hann var á mála hjá Trikala Aries sem endaði einu sæti neðar.

 

Eins og komið hafði fram var Hörður Axel búin að semja við Keflavík til fjögurra ára en í samning hans var klásúla um að ef hann fengi boð að utan fyrir 1. október myndi Keflavík ekki standa fyrir vegi hans.

 

Klásúlan hefur nú verið virkjuð og staðfesti Twittersíða Rethymo Cretan Kings þetta í morgun eins og sjá má hér að neðan.

 

Ljóst er að þetta er mikil blóðtaka fyrir Keflavík en hann gekk til liðs við félagið 2008 og átti þar góðan feril þar til hann hélt erlendis í atvinnumennsku árið 2011, en þá gekk hann til liðs við þýska félagið Mitteldeutscher. Hörður Axel hefur frá því leikið með spænska félaginu Valladolid, gríska félaginu Aries Trikala og tékkneska félaginu ?EZ Basketball Nymburk.

Fréttir
- Auglýsing -